LÓKAL PRESENTS
Sonia Hughes (UK)
I AM FROM REYKJAVIK
Laugardagur 16. nóvember - Sunnudagur 17. nóvember 10:00 - 17:00
Austurvöllur / Fiskhjallarnir við Ægissíðu
Frítt
Aðgengi: Viðburðurinn er aðgengilegur öllum. Strúktúrinn sem verður byggður er ekki aðgengilegur fyrir hjólastóla.
Kona byggir sér lítið hús í almannarýminu. Fjórar málningarskvettur sem spreyjað er á gangstéttina mynda torg í miðri borg. Í sjö klukkutíma verða þessar útlínur vettvangur fyrir óvenjulega uppákomu. Umkringd plöntum, með innrammaða fjölskyldumynd, tebolla og kannski smávegis tónlist útbýr Sonia Hughes hægt og rólega rými fyrir sjálfa sig. I am from Reykjavik er að hluta til skúlptúr, að hluta til athöfn, að hluta til andóf.
Hvaðan kemurðu? Hvað ertu að gera hér? Hvað gerir heimili þitt að þínu? Eins einfaldar og þær virðast geta spurningar Soniu Hughes virst nánast óskammfeilnar. Í verkum sínum, sem oft fela í sér einhvers konar þátttöku, tekst hún á við sjálfsmyndina með opinni samtalsnálgun. Verk hennar eru ljóðræn og látlaus. Þeim er ætlað að mynda tengsl milli fólks.
Sonia var staðarlistamaður við Festspillene í Harstad í Norður-Noregi. Hún hefur einnig starfað með Quarantine sem höfundur, sviðslistakona og meðhöfundur sýninga á borð við verðlaunasýningarnar Susan & Darren og Wallflower. Hún skrifaði einnig opnunarsýningu Jeremy Deller á Manchester International Festival 2017, What is the City, but the People? Hún hefur fengist við listir í rúmlega 25 ár en varð ekki fyrr en nýlega listakona á eigin forsendum. What do we want?! er sýning á plakötum sem draga upp mynd af löngun fólks eftir einhvers konar útópíu og var sett upp á the Great Exhibition of the North ásamt Lisu Mattocks. Verkefni Soniu og Jo Fong, Neither Here Nor There, er rannsókn á því hvar fólk býr, hvað fer í taugarnar á því, hvað það getur gert og hvað skiptir raunverulega máli. Þessi tvö verk ásamt I am from Reykjavík sýna vel áhugasvið Soniu – að takast á við flóknar, stórar spurningar í návígi ásamt virkum og skapandi áhorfendum.
Listamaður: Sonia Hughes
Arkítekt: Lee Ivett
Ljósmyndari: Solomon Hughes
Vefhönnuður: Lisa Mattocks
Kvikmyndagerð: Juliet Ellis
Búningahönnuður: Claudette Joseph
Tebollar: Susan Cragg
Listaljósmæður: Linda Brogan, Adeola Dewis, Juliet Ellis, Jo Fong, Rabab Ghazoul, Owen Griffiths, Jane Mason, Humberto Velez, Emma Wolukau-Wanambwa, Fiona Wright
Framleiðslustjóri: Greg Akehurst/Rob Athorn
Framleiðandi: Richard Morgan
Samstarfsverkefni: Jerwood/SPILL, LIFT
Í samvinnu við: Festspillene i Nord-Norge, SPRING Performing Arts Festival, ILT and Royal Docks
LÓKAL PRESENTS
Sonia Hughes (UK)
I AM FROM REYKJAVIK
Saturday 16th November - Sunday 17th November 10:00 - 17:00
Austurvöllur / Fishing huts by Ægissíða
Free
Access: The event is accessible for all. The structure that is built is not wheelchair accessible.
A woman builds a small house in a public space. Four strokes of paint sprayed on the asphalt form a square in the middle of the city. For seven straight hours, these marked boundaries will be the scene of an unusual encounter. Surrounded by plants, a framed family photo, a cup of tea ready to be made, and maybe some music, slowly and calmly, Sonia Hughes sets up a space for herself. I am from Reykjavik is part sculpture, part ceremony, part protest.
Where do you come from? What brings you here? What makes up your home? Simple as they may be, Sonia Hughes’ questions can seem almost impudent. Her performances, often involving some kind of participation, address identity through an open-ended, conversational approach. Poetic and unpretentious, her works are there to connect people.
Sonia was Associate Artist to Festspillene i Nord-Norge in Harstad. Previously she collaborated with Quarantine as writer, performer, co-creator including their award-winning Susan & Darren and Wallflower. She also wrote Jeremy Deller’s MIF17 opening event, What is the City, but the People? She has been doing this art stuff for over 25 years only recently becoming an artist in her own right. What do we want?!... Is a poster exhibition of people’s desires for a proximate Utopia, made for the Great Exhibition of the North with Lisa Mattocks. Jo Fong and Sonia’s project Neither Here Nor There delves into where people live, what makes them cross, what can they do and in the end what really matters. Essentially a series of questions and conversations between the audience. These two works and IAFR mark out the territories Sonia is interested in – addressing the complexity of big ideas but close up with an active co-creative audience.
Artist: Sonia Hughes
Architect: Lee Ivett
Photographer: Solomon Hughes
Website designer: Lisa Mattocks
Film maker: Juliet Ellis
Dress designer: Claudette Joseph
Teacups: Susan Cragg
Artist midwives: Linda Brogan, Adeola Dewis, Juliet Ellis, Jo Fong, Rabab Ghazoul, Owen Griffiths, Jane Mason, Humberto Velez, Emma Wolukau-Wanambwa, Fiona Wright
Production Manager: Greg Akehurst/Rob Athorn
Producer: Richard Morgan
Co-commissioned by: Jerwood/SPILL, LIFT
In partnerships with: Festspillene i Nord-Norge, SPRING Performing Arts Festival, ILT and Royal Docks