Melkorka Sigríður Magnúsdóttir + Íslenski dansflokkurinn (IS)
HVERFA - DOUBLE BILL
13. nóvember / 14. nóvember - 20:00 - 22:00
Stóri Salur, Borgarleikhúsið
6900 ISK
Aðgengi: Borgarleikhúsið er með hjólastólaaðgengi og aðgengileg salerni
Hverfa er óður til negatívunnar og þess sem blasir ekki við, líkt og ranghverfa á flík, herðatré á tómum fatarekka, hátalarasnúra eða annað sem við tökum að öllu jöfnu ekki eftir. Verkinu má líkja við upphafningu á aukaatriðum þar sem hið ósýnilega verður sýnilegt. Í Hverfu mætast tveir dansarar í nokkurs konar sálumessu til hversdagslegra hluta sem eiga það oft til að falla í bakgrunninn.
Hverfa er sýnt sem double bill með Órætt algleymi
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir lærði danssmíði við SNDO í Amsterdam og samtímadans við P.A.R.T.S (Performing Arts Research and Training Studios) i Brussel. Frá útskrift hefur Melkorka unnið með samband og mörk tveggja miðla; tónlistar og danslistar. Hún hefur samið hreyfingar, við leikverk, dansverk og tónverk og unnið með danshöfundum, tónlistarfólki og sviðslistahópum á borð við Wim Vandekeybus/Ultima Vez, Íslenska Dansflokknum, John the Houseband, Katrínu Gunnarsdóttur, Sigríði Soffíu Níelsdóttir og Árna Rúnar Hlöðversson. Verkið Milkywhale, hlaut Menningarverðlaun DV 2015 og tvær tilnefningar til Grímunnar sama ár. Milkywhale umbreyttist í popphljómsveit sem hefur meðal annars spilað á tónlistarhátíðunum Hróarskeldu, Reeperbahn og Sónar Reykjavík. Verk hennar hafa hlotið fjölda tilnefninga og verið verðlaunuð en Melkorka hlaut Grímuna sem annar tveggja danshöfunda fyrir verkið Coming Up árið 2013. Síðustu ár hefur Melkorka unnið að samtali nýsköpunar og sviðslista með verkinu Ok, bye þar sem erindi og umræður frá frumkvöðlum tvinnast saman við listrænar uppákomur, tónlist og sjónræna upplifun.
Höfundur: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Dansarar: Ásgeir Helgi Magnússon, Andrean Sigurgeirsson
Leikmynd og Búningar: Elín Hansdóttir
Tónlist og hljóðmynd: Árni Rúnar Hlöðversson
Ljósahönnun: Jóhann Friðrik Ágústsson
Dramatúrg: Igor Dobričić
Framleiðsla: Milkywhale
Ljósmyndari: Elísabet Blöndal
Styrkt af: Sviðslistasjóð, launasjóð sviðslistafólks og Reykjavíkurborg
6900 ISK
Access: Borgarleikhúsið has wheelchair access and accessible toilets
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir + Iceland dancecompany (IS)
HVERFA - DOUBLE BILL
13th November / 14th November - 20:00 - 22:00
The Main stage, Borgarleikhúsið
Hverfa is an ode to the negative space and what is not immediately visible, like the reverse side of a garment, a hanger on an empty clothes rack, a speaker cable, or other things that we usually don't notice. The piece can be seen as an elevation of secondary elements, where the invisible becomes visible. In Hverfa, two dancers come together in a requiem for everyday objects that often fade into the background.
Hverfa is presented as a double bill with Liminal states
Melkorka Sigríður Magnúsdóttir studied choreography at SNDO in Amsterdam and contemporary dance at P.A.R.T.S (Performing Arts Research and Training Studios) in Brussels. Since graduating, Melkorka has worked with the connection and boundaries between two mediums: music and dance. She has choreographed for plays, dance pieces, and musical works, collaborating with choreographers, musicians, and performance groups such as Wim Vandekeybus/Ultima Vez, the Iceland Dance Company, John the Houseband, Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Soffía Níelsdóttir, and Árni Rúnar Hlöðversson. The piece Milkywhale won the DV Culture Award in 2015 and received two nominations for the Gríman Awards the same year. Milkywhale transformed into a pop band that has performed at music festivals including Roskilde, Reeperbahn, and Sónar Reykjavík. Her works have received numerous nominations and awards, and Melkorka won the Gríman Award as one of two choreographers for the piece Coming Up in 2013. In recent years, Melkorka has focused on the intersection of innovation and performing arts with the work Ok, bye, where talks and discussions by entrepreneurs intertwine with artistic performances, music, and visual experiences.
Concept: Melkorka Sigríður Magnúsdóttir
Dancers: Ásgeir Helgi Magnússon, Andrean Sigurgeirsson
Set & Costume design: Elín Hansdóttir
Music & Soundscape: Árni Rúnar Hlöðversson
Light design: Jóhann Friðrik Ágústsson
Dramaturgy: Igor Dobričić
Producer: Milkywhale
Photographer: Elísabet Blöndal
Funded by: City of Reykjavik, the Artists Salary Fund and the Performing Arts Fund of Iceland