DanceIsnotforUs_OmarRajehMaqamat_photo+by+Elizabeth+Pearl_22.jpg

Dance is not for us

Omar Rajeh + Maqamat (FR/LB)
DANCE IS NOT FOR US
Föstudagur 15. nóvember 21:00 - 22:00, Laugardag 16. nóvember 18:00 - 19:00
Tjarnarbíó

4900 ISK
Aðgengi: Í Tjarnarbíó er hjólastólaaðgengi og kynhlutlaus salerni. Sýningin er aðgengileg fyrir heyrnalausa

“It might have been weird on many levels that I chose dance in a country that was coming out of civil war, destruction, death, and loss. However, dance at the time seemed to be the most revolutionary, the most provocative, and the most confrontational.” Omar Rajeh

„Dans er ekki fyrir okkur“ er einleikssýning eftir og í flutningi Omar Rajeh sem býður okkur inn í sinn eigin dansheim og skoðar sviðslistir sem rými þar sem við komum saman og deilum upplifunum. Dansandi líkami skapar sínar eigin reglur, kerfi og innblástur. Hann kveikir von andspænis valdakerfum sem vilja bæla slíka krafta niður í „eðlileika“ og ótta.
Omar Rajeh ferðast inn í fortíðina. Hann dansar einn á sviðinu og talar um fortíð sem er ekki lengur til, um mynd sem dofnar, sem blekkir. Fortíð sem fékk aldrei að verða framtíð.
Myndirnar, merkingin, tilfinningarnar, fólkið, gleðistundirnar – allt fraus það. Rétt eins og hann standi í dag frammi fyrir heimi sem á sér enga fortíð.

Omar Rajeh er þekktur í dansheiminum og hafði mikil áhrif á tilurð samtímadanssenunnar í Líbanon. Eftir að hafa stofnað Maqamat í Beirút (2002) flutti hann hópinn síðar til Lyon (2020) og hlaut lof frá franska menningarmálaráðuneytinu „fyrir framlag sitt í þágu menningar“ og var gerður að „Chevalier de l’Ordre des Arts et des Lettres.“ Omar Rajeh er með BA-gráðu í leikhúsfræðum frá Háskólanum í Líbanon og MA-gráðu í danslistum frá Surrey-háskóla. Hann hefur skapað rúmlega tuttugu dansverk sem ná út fyrir hefðbundin mörk og ögra hugmyndum okkar um einingu líkamans og sérkenni hans.

Verk Omars Rajeh sem einkennast af kraftmiklum hreyfingum og djúpstæðum félagslegum og pólitískum tengingum hafa viðvarandi áhrif á áhorfendur. Síðustu tvo áratugina hefur hann ofið, rannsakað og fágað sitt eigið kóreógrafíska tungumál og ferðast með sýningar sínar til rúmlega hundrað borga um víða veröld auk þátttöku í stórum danshátíðum um heim allan. Til viðbótar við listræn afrek sín stofnaði Rajeh árið 2004 Beirut International Platform of Dance (BIPOD) árið 2004, mikilvæga danshátíð sem býður upp á alþjóðlega dagskrá með sýningum, vinnustofum, fyrirlestrum og fundum. Rajeh var einn stofnenda Masahat Dance Network sem spannar Líbanon, Sýrland, Palestínu og Jórdaníu. Innilegur áhugi Rajehs á að skapa tengsl innan þess heimshluta varð til þess að hrinda af stað MOULTAQA LEYMOUN, vettvangi fyrir listafólk úr arabaheiminum, bæði nýgræðinga og reyndara listafólk. Í hjarta Beirút opnaði Rajeh Citerne Beirut, nýtt sviðslistarými, sem sýnir vel viðleitni hans til að auðga menningarlandslagið. Rýminu var lokað í ágúst 2019 en markmið þess var að kynna verkefni Maqamats fyrir fjölbreyttari áhorfendahópi og útvíkka upplifunina.

Sem meðstofnandi Citerne.live, stafræns menningarvettvangs, hefur Rajeh haldið áfram að leita nýrra leiða og brúa bilið milli tækni og lista til að auka aðgengi. Ævistarf Omars Rajeh nær langt út fyrir danssenuna og hann hefur lagt mikið af mörkum til menningarflórunnar fyrir botni Miðjarðarhafs með áherslum sínum á inngildingu og tengslamyndun.

Hugmynd, sviðsmynd og danssmíði: Omar Rajeh
Meðsköpun: Mia Habis
Dramatúrgía: Peggy Olislaegers
Tónlistarsköpun: Joss Turnbull & Charbel Haber
Ljósahönnun og tæknistjóri: Christian François
Verkefnastjórn: Ilitza Georgieva
Samhæfing: Amina Onsy

Sérstakar þakkir: CN D à Lyon, Sima Performing Arts-Alserkal Avenue, Amadeus - école de danse et de musique.
Með stuðningi frá: the DRAC Auvergne Rhône-Alpes, Franska Sendiráðið á Íslandi


Omar Rajeh + Maqamat (FR/LB)
DANCE IS NOT FOR US
Friday 15th November 21:00 - 22:00, Saturday 16th November 18:00 - 19:00
Tjarnarbíó

4900 ISK
Access: Tjarnarbíó has wheelchair access and gender neutral toilets. The performance is accessible for deaf people

Dance is not for Us is a solo creation choreographed and performed by Omar Rajeh, where he takes us into his dance and autobiographical universe, looking into the ‘performance’ as an act of gathering and shared experience. The dancing body creates its own rules, its own structure, and its own inspirations, as an act of hope, in opposition to structures of power that diminish such dynamics towards an act of normality and fear. Omar Rajeh travels back into the past. Alone onstage, he dances and speaks of an intimate past that exists no more, of a fading image, and a deceiving one as well. A past that did not transfer into a future. The images, the meanings, the feelings, the people, the happymoments, everything froze. As if today he deals with a World with no past.

Omar Rajeh is a renowned figure in contemporary dance, that made a significant impact towards establishing a contemporary dance scene in Lebanon. As the founder of Maqamat in Beirut (2002), he moved on to establish his company in Lyon (2020), earning recognition from the French Ministry of Culture, ‘for his contribution and engagement in the service of Culture’, as a 'Chevalier de l'Ordre des Arts et des Lettres.' With a BA in Theatre Studies from the Lebanese University and an MA in Dance Studies from the University of Surrey, Rajeh's over twenty choreographic creations transcend conventional boundaries, challenging perceptions of body unity and singularity.

His works, characterized by vigorous movements and profound socio-political connections, resonate powerfully, leaving an enduring impact on the audience. Over two decades, Rajeh has woven, explored, and refined a unique choreographic language, taking his performances to over a hundred cities globally and participating in major dance festivals world wide.

Beyond his artistic achievements, Rajeh's contributions extend to founding the Beirut International Platform of Dance (BIPOD) in 2004, a pivotal dance festival offering an international program of performances, workshops, lectures, and meetings. Co-founding the Masahat Dance Network, spanning Lebanon, Syria, Palestine, and Jordan, Rajeh's commitment to regional connectivity culminated in the MOULTAQA LEYMOUN platform, fostering opportunities for emerging and established Arab artists. In the heart of Beirut, Rajeh unveiled Citerne Beirut, a new performing arts space, demonstrating his dedication to enriching the cultural landscape. Although dismantled in August 2019, the space aimed to propel Maqamat's projects towards an enhanced experience, reaching a broader audience.
As the co-founder of Citerne.live, a digital cultural platform, Rajeh continues to innovate, bridging technology and the arts for wider accessibility. In essence, Omar Rajeh's work goes beyond dance, contributing significantly to the cultural tapestry of the region with a focus on inclusivity and connection.

Concept, Scenography & Choreography: Omar Rajeh
Co-Creation: Mia Habis
Dramaturgy Peggy Olislaegers
Music Composition: Joss Turnbull & Charbel Haber
Lighting design & Technical Director: Christian François
Administration: Ilitza Georgieva
Coordination: Amina Onsy

Special thanks to: CN D à Lyon, Sima Performing Arts-Alserkal Avenue, Amadeus - école de danse et de musique.
With the support of: the DRAC Auvergne Rhône-Alpes, The French Embassy in Iceland.