ici-ecstacy1.png

Catalysts

CATALYSTS-Somatic Resonance

Margrét Sara Guðjónsdóttir og Susan Kozel (IS/DE)

Sjóminjasafnið í Reykjavík
Fimmtudaginn 16. nóvember - 10:00-17:00 + 16:00-17:00 (Opnunarhóf)
Föstudagurinn 17. nóvember - 10:00-17:00
Laugardaginn 18. nóvember - 10:00-17:00
Sunnudaginn 19. nóvember - 10:00-17:00
Frítt

Aðgengi: Hjólastólaaðgengi á safninu er almennt gott. Á ganginu að klósettunum er aðgengisrampur, hinsvegar er hurðin ekki sjálfvirk.

CATALYSTS – Somatic Resonance

CATALYSTS– Somatic Resonance er kóreógrafísk innsetning þar sem unnið er með gervigreind (AI), ómun, stafrænt skjalasafn og lifandi líkama. Möguleiki skapast til að vekja upp dulda orku úr fortíðinni með ólíkum miðlum og víkka þannig út hvað dans getur verið og hvernig líkamar geta munað. Gestum er boðið að hlaða niður í símann sinn CATALYSTS appi úr Google Play store eða App store til að skoða sýninguna og sökkva sér niður í ómandi líkamsástand dansaranna úr verkum Margrétar Söru Guðjónsdóttur.

Verkið er innlegg í áframhaldandi umræðu um útvíkkun og möguleika kóreógrafískrar hugmyndafræði. Unnið er með ákveðna tegund af líkamsvist, gervigreind (AI), heilun, femínisma og hinn margslungna félags-pólitíska þátt í líkama okkar. CATALYSTS – Somatic Resonance er skapað af þverfaglegu teymi listamanna og vísindamanna og beinir sjónum að þeirri togstreitu og þeim valmöguleikum sem stafræn menning býður upp á. 

Um listamennina

Margrét Sara Guðjónsdóttir er danshöfundur í Berlín. Hún lærði dans í Hollandi og starfaði sem dansari með ýmsum danshópum víða um Evrópu á tímabilinu 2001-2014. Hún stofnaði ásamt Sveinbjörgu Þórhallsdóttur sviðshópinn og framleiðslufyrirtækið Panic Productions á Íslandi sem starfaði á árunum 2004 – 2009. Markmið hópsins var að efna til samvinnu við erlenda listamenn í þeim tilgangi að auðga dansleikhúsmenningu á Íslandi. Á sama tíma bjó Margrét Sara í Berlín og skapaði sín eigin verk og ferðaðist með þau víða um lönd. 

Árið 2010 hóf hún þróunina á danstækninni “FULL DROP into the body” en Árið 2013 byrjaði hún að deila tækninni á opinberum vettvangi og halda námskeið fyrir atvinnumenn í dansheiminum. Dansverkin sem þróuð voru samhliða danstækninni fjalla um andlegt, tilfinningarlegt og líkamlegt ástand borgara í samfélögum nútímans og hvernig veruleiki nútímans speglast í vefjum líkama okkar. 

Með því að tengjast innra orkuflæði leiðir tæknin til róttækra, samþættra og sjálfbærra hreyfinga sem losa um staðnað líkamsmynstur sem birtist í þéttleika í líkama okkar og huga. Tæknin ýtir þannig meðvitað undir opnun og getu til nýs og stærra frelsis til að hreyfa, hugsa, lifa og skapa og ýtir við mörkum þess sem telst til lista og heilunar og hvernig þessir tveir geirar fléttast saman og styðja hvorn annan.Tæknin býður upp á aðra leið til að nálgast líkamann og skapar rými til að losa iðkendur við áður innprentað líkamsminni.

----

Susan Kozel er prófessor í heimspeki, dans- og fjölmiðlatækni við Lista- og samskiptaskólann (K3) í Malmö í Svíþjóð. Sem sérfræðingur í samtímafræðum beitir hún heimspekilegri hugsun á margs konar innlifun í stafrænni menningu. Frá 2012-2018 stýrði hún Living Archives, stóru rannsóknarverkefni um skjalavörslu sem styrkt var af sænska rannsóknarráðinu.

Dr Jeannette Ginslov (PhD, MSc, MA) er tölvulistamaður, rannsakandi, fyrirlesari og fræðimaður. Starf hennar sem rannsakandi og samstarfsaðili við Screendance og AR/MR/AI sameinar kóreografíu, tækni og heimspekilegar tilraunir.

Keith Lim er þverfaglegur listamaður með meistarapróf í dansi frá HZT í Berlín og BA próf í tölvunarfræði/sálfræði. Í verkum hans blandast saman  tækni og vitund um líkamsástand. Í yfir 15 ár hefur hann skapað leikverk, innsetningar og stafræna list sem endurspegla hvernig ýmis tækni ýmist eykur eða takmarkar upplifun mannsins. 


Margrét Sara Guðjónsdóttir and Susan Kozel (IS/DE)

Reykjavík Maritime Museum
Thursday 16th November - 10:00-17:00 + 16:00-17:00 (Opening toast)
Friday 17th November - 10:00-17:00
Saturday 18th November - 10:00-17:00
Sunday 19th November - 10:00-17:00
Frítt

Accessibility: Wheelchairs access throughout the museum is generally good. The corridor to the toilets has an access ramp; however, the door is not automated.

CATALYSTS – Somatic Resonance

CATALYSTS – Somatic Resonance is a choreography of mixed reality technologies, kinaesthetic algorithms, affects, archival material, and live bodies. States of affective potential arise from awakening latent energies over time, across media and flesh, expanding what dance can be  through its focus on resonance and on how bodies can remember. Visitors are invited to download the CATALYSTS app from the google play/app store on to their phones to view the exhibition through and immerse themselves in the resonant somatic states of the dancers in Guðjónsdóttir’s choreographies.

The work CATALYSTS – Somatic Resonance is created by an interdisciplinary team of artists and researchers and is an intervention in the tensions and potential of current digital cultures. It participates in ongoing discussions around the expanded choreographies of interconnectivity of mediated bodies, healing, feminism, notions of energetic citizenship, AI and the pathology of the wider social-political body within our bodies. Visitors to the exhibition potentially carrying the states from this choreographic exhibition outwards, like ripples in a collective somatic field.

About the artists

Icelandic Berlin based choreographer Margrét Sara Guðjónsdóttir studied dance in Holland and worked as a performer with various performance makers around Europe during the period 2001-2014. She co-founded the production house Panic Productions in Iceland with Sveinbjörg Þórhallsdóttir which was active from 2004 – 2009 and focused on producing and initiating collaborative performance works with international artists for the Icelandic stage and beyond it. At the same time as she lived in Berlin creating and touring internationally her own performance works. 

Since 2010 she has been addressing the pathological imprint of the social political body within our own bodies and its de-conditioning in her choreographic works as well as research into the deep tissue release practice FULL DROP into the body. She considers her work involving de-conditioning as a direct political gesture and activism. In a larger sense her performance works engage in the ongoing discussion of healing, feminism, interconnectedness and notions of energetic citizenship within the choreographic context. 

The performers use her FULL DROP practice to access different body states and altered states of awareness, so called HYPERSTATES. These body states are celebrated as visceral denials of the externally and internally imposed imperatives to achieve, and draw a contrast with the logic of hyperactivity by presenting an alternative kind of energy and strength. Forming a corporeal language that serves as a doorway into the subconscious which allows for radical questioning of our inner and outer realities through new knowledge and perception of ourselves. 

----

Susan Kozel is a Professor of Philosophy, Dance and Media Technologies in the School of Art and Communication (K3). With an international profile as a contemporary phenomenologist, she applies philosophical thought to a range of embodied practices in digital cultures. Her research takes the form of both scholarly writing and collaborative performance practices. From 2012-2018 she directed Living Archives, a major research project into archiving practices funded by the Swedish Research Council. Her research into Somatic Archiving and the Performance of Memory continues by means of artistic practice and critical engagements with Augmented, Mixed (AR/MR), and Virtual Reality platforms.

Dr Jeannette Ginslov (PhD, MSc, MA) is a media artist, researcher, lecturer, collaborator and published scholar. Her practice as research and collaborations with Screendance and AR/MR/AI combine choreographic, technological and philosophical
experimentation, exploring embodiment, materiality and embodied technologies. Her current research focuses on embodied materiality, Screendance and visual aesthetics using AR/MR/AI. 

Keith Lim is an interdisciplinary jack of all trades. Master of Dance from HZT in Berlin, BA in Computer Science / Psychology, His work continuously iterates and mashes up live experiences, emerging technology and awareness of somatic states. For over 15 years he has created physical and immersive theatre, interactive installations, video and digital art that reflect how various technologies augment, limit and enhance the human lived experience.